Sérfræðingur í lýðheilsu

Lýðheilsusérfræðingur

 

Kópavogsbær óskar eftir að ráða lýðheilsusérfræðing til starfa. Lýðheilsusérfræðingur vinnur að uppbyggingu á heilsueflandi samfélagi og fylgir eftir lýðheilsustefnu bæjarins. Starfið felur í sér mikil samskipti við fjölda aðila innan sveitafélagsins og utan. Næsti yfirmaður er starfsmannastjóri Kópavogsbæjarins. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á lýðheilsumálum, frumkvæði og metnað til að ná árangri í starf.

 

 

Helstu verkefni

 

 • Framfylgja lýðheilsustefnu bæjarins - Heilsueflandi samfélag.
 • Samvinna við og umsjón með stýrihóp verkefnisins.
 • Verkefnastjórnun lýðheilsuverkefna.
 • Upplýsingaöflun um forvarnarverkefni á öllum aldursstigum..
 • Hvatning og upplýsingagjöf á ýmsum miðlum.
 • Aðkoma að rannsóknum á sviði lýðheilsumála.
 • Umsýsla tengt styrkumsóknum í lýðheilsu- og samstarfssjóði.
 • Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila heilsueflingar á vettvangi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Háskólapróf í lýðheilsufræðum.
 • Reynsla af lýðheilsutengdum verkefnum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
 • Reynsla af vinnu við rannsóknir æskileg.
 • Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
 • Leiðtogahæfleikar, þ.m.t. jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Umsóknarfrestur 30. júlí

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: