Heyrnarfræðingur

Traust og öflugt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að metnaðarfullum heyrnarfræðingi til starfa hjá fyrirtækinu. Heyrnarfræðingur sinnir heyrnamælingum, ráðgjöf og meðferð til viðskiptavina. Um er að ræða 75-100% starfshlutfall.

Starfssvið

  • Greining og meðhöndlun einstaklinga með heyrnarskerðingu
  • Kennsla á notkun heyrnartækja
  • Ráðgjöf og eftirfylgni til heyrnartækjanotenda

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í heyrnarfræðum
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og upplýsingamiðlun
  • Frumkvæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og ensku kunnátta
  • Góð þekking og færni í tölvunotkun

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. september n.k.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is) og Sigurlaug Jónsdóttir (sigurlaug.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

  • Fylgdu okkur: