Landvernd- framkvæmdastjóri

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Framkvæmdastjóri er málsvari samtakanna og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið

 • Daglegur rekstur og stjórnun samtakanna.
 • Umsjón með gerð umsagna og álitsgerða.
 • Virk þátttaka í stefnumótun og innleiðingu stefnu.
 • Þátttaka í fræðslu, fjáröflun og daglegri starfsemi.
 • Regluleg samskipti við fjölmiðla og hagaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði.
 • Umfangsmikil þekking á umhverfismálum og náttúruvernd.
 • Starfsreynsla sem nýtist í starfi.
 • Leiðtoga-, samskipta- og skipulagshæfileikar.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
 • Framtíðarsýn, frumkvæði, drifkraftur og metnaður.

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar nk.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Andri Hrafn Sigurðsson (andri.sigurdsson@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

 

Umhverfis- og náttúruverndarsamtökin Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök á Íslandi. Félagsmenn eru um 5000 talsins og aðildarfélög 40. Samtökin taka virkan þátt í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum sem varða landnotkun, auðlindir og umhverfi, ekki síst á miðhálendi Íslands. Samtökin hafa sex starfsmenn, auk framkvæmdastjóra. Meginhlutverk samtakanna er verndun íslenskrar náttúru og umhverfis.

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: