Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf.- framkvæmdastjóri

Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun hita-, vatns- og fráveitu.

 

Starfssvið:

 • Daglegur rekstur og stjórnun fyrirtækisins.
 • Ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
 • Stjórnun starfsmanna.
 • Umsjón með tæknibúnaði og hugbúnaði honum tengdum.Umsjón með útboðum framkvæmda.
 • Umsjón með eignum og búnaði.
 • Tilboðs- og samningagerð.
 • Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila. 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri er nauðsynleg.
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur.
 • Innsýn og þekking á tæknilegum þáttum í rekstri veitna.
 • Reynsla af samningagerð kostur.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar nk.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Sigurlaug Jónsdóttir (sigurlaug.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent.

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs. Fyrirtækið var stofnað 22. mars 1979. Hitaveitan rekur jafnframt vatnsveitu og fráveitukerfi Fljótsdalshéraðs. Virkjunarsvæði HEF er við Urriðavatn í Fellum og við Köldukvísl á Eyvindarárdal. Tæplega 3000 íbúar eru á veitusvæði HEF sem nær yfir þéttbýliskjarnana Egilsstaði og Fellabæ, inn Velli að Úlfsstöðum og út að Þrándarstöðum í EiðaþingHá. Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur þau markmið að framleiða orkugjafa og dreifa afurðum fyrirtækisins og styðja við hverja þá starfsemi sem nýtt getur þekkingu og búnað fyrirtækisins.

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: