Landhelgisgæsla Íslands- upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf upplýsingafulltrúa. Leitað er að metnaðarfullum og hugmyndaríkum einstaklingi. Starfið felur m.a. í sér samskipti við fjölmiðla og fréttaskrif á miðla Landhelgisgæslunnar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

STARFSSVIÐ:

 • Samskipti við fjölmiðla.
 • Fréttaskrif á heimasíðu og samfélagsmiðla.
 • Umsjón og skipulagning með útgáfu- og kynningarmálum.
 • Efling innri upplýsingagjafar.
 • Kynning á starfsemi Landhelgisgæslunnar og móttaka heimsóknarhópa.
 • Umsjón með myndasafni.
 • Umsjón með skipulagningu viðburða á vegum Landhelgisgæslunnar.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af fjölmiðlum.
 • Reynsla af kynningarstarfsemi eða almannatengslum.
 • Reynsla af vefumsjón og birtingu upplýsinga á samfélagsmiðlum.
 • Afburða íslenskukunnátta í ræðu og riti.
 • Góð enskukunnátta í ræðu og riti.
 • Góðir samskiptahæfileikar og færni til að vinna í hóp.
 • Þekking og áhugi á því nýjasta á vettvangi samskiptamiðla.
 • Frumkvæði, drifkraftur, sveigjanleiki og heilindi.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Viðkomandi þarf að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008.

 

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.

 

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is)

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: