Rio Tinto- leiðtogi gæða- og straumlínustjórnunar (LEAN)

Rio Tinto á Íslandi auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi í starf leiðtoga gæða- og straumlínustjórnunar (LEAN) en starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Leitað er að einstaklingi með reynslu af gæðastjórnun sem er gæddur góðum samskiptahæfileikum. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf hjá alþjóðafyrirtæki.

 

Starfssvið

 • Notkun framsækinna aðferða í gæðastjórnun við rekstur fyrirtækisins.
 • Þróun á samþættu stjórnkerfi byggðu á ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.
 • Ábyrgð á gæðakerfum fyrirtækisins og gæðahandbók.
 • Ábyrgð og umsjón með straumlínustjórnun (LEAN).
 • Umsjón og stjórnun innri og ytri úttekta.
 • Stýring og eftirfylgni stöðugra umbóta.
 • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð.
 • Virk þátttaka í árangursstjórnun og stefnumótun fyrirtækisins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun, t.d. á sviði viðskiptafræði eða verkfræði.
 • Reynsla af gæðastjórnun og almennri stjórnun nauðsynleg.
 • Þekking og reynsla af straumlínustjórnun (LEAN) æskileg.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og umbótastarfi.
 • Þekking á gæðakerfum og stöðluðu veklagi.
 • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni.
 • Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Góðir samskiptahæfileikar nauðsynlegir.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

 

Rio Tinto á Íslandi er þekkingarfyrirtæki sem rekur álverið ISAL í Straumsvík. Við bjóðum upp á margbreytileg störf og fjölbreytt verkefni þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf, gott upplýsingaflæði og umhverfi sem hvetur til góðrar frammistöðu. Framtíð okkar byggist á framúrskarandi starfsfólki sem skapar öruggan og eftirsóttan vinnustað. Áhersla ISAL á öryggis-, umhverfis- og heilbrigðismál eru forsenda framúrskarandi árangurs. Við leggjum okkur fram um að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Gildi ISAL eru ábyrgð, samvinna, heilindi og virðing.

 

 

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: