Pottagaldrar - starfsmaður á skrifstofu

Pottagaldrar óska eftir að ráða starfsmann til að sinna almennum skrifstofustörfum. Um hlutastarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Helstu verkefni:

 • Almenn skrifstofustörf.
 • Umsjón með skrifstofu og samskipti við viðskiptavini.
 • Sjá um innkaup.
 • Þátttaka í umbótarstarfi.
 • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.

 

Hæfniskröfur og eiginleikar:

 • Reynsla af samskiptum við viðskiptavini.
 • Reynsla af skrifstofustörfum.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
 • Frumkvæði, heiðarleiki og sveigjanleiki.
 • Áhugi á matargerð.
 • Skilyrði að viðkomandi sé reyklaus.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar.

 

Nánari upplýsingar veita Andri Hrafn Sigurðsson (andri.sigurdsson@capacent.is) og Ásdís Hannesdóttir (asdis.hannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

 

Pottagaldrar sérhæfa sig í kryddblöndum, kryddolíum og kryddiðnaði almennt til að stuðla að fjölbreytni og hollustu í matargerð heimilanna. Pottagaldrar framleiða um 42 tegundir kryddblanda, og 50 tegundir af almennu kryddi í þremur stærðum, fyrir neytendur, veitingahús og mötuneyti. Auk þess framleiðir Pottagaldrar 4 gerðir af grill- og kryddolíum. Vörur Pottagaldra fyrir neytendur fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: