Forsætisráðuneytið - lögfræðingur

Forsætisráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Um fullt starf er að ræða. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

 

Starfssvið:

  • Aðkoma að undirbúningi mála fyrir ríkisstjórnarfundi og ráðherranefndafundi og eftirfylgni.
  • Aðkoma að undirbúningi ríkisráðsafgreiðslna.
  • Lögfræðileg ráðgjöf, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar.
  • Svörun erinda og fyrirspurna af ýmsu tagi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg.
  • Sérþekking í stjórnskipunarrétti og stjórnsýslurétti er æskileg.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og þjónustulund.

 

Að auki skulu umsækjendur fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar. Ráðgjafar ráðuneytisins í ráðningarferlinu eru Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Jakobína H. Árnadóttir (jakobina.arnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

 

Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisins og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

  • Fylgdu okkur: