Héraðsdómur Reykjavíkur – Mannauðs og rekstrarstjóri

Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir að ráða mannauðs- og rekstrarstjóra til starfa.

Mannauðs- og rekstrarstjóri vinnur að stefnumótun og áætlanagerð í samstarfi við dómstjóra. Viðkomandi hefur yfirumsjón með daglegum rekstri og leiðir starfið á skrifstofu dómstólsins.

 

Meðal helstu verkefna sem þar eru unnin eru:

 • Aðstoð við rekstur dómsmála.
 • Fjármál og bókhald.
 • Mannauðsmál.
 • Gæða- og öryggismál.
 • Umbótaverkefni og þróun.
 • Húsnæði og aðstaða.
 • Samskipti og samstarf við dómstólasýslu og aðra opinbera aðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfinu, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Þekking og reynsla af breytingastjórnun er kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Teymishugsun, samstarfsvilji ásamt lipurð í samskiptum.
 • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkið.

 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl n.k.

 

Umsóknir um starfið skulu berast Capacent á www.capacent.is

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Nánari upplýsingar veita Ragnheiður S. Dagsdóttir (Ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.

 

Héraðsdómur Reykjavíkur er einn 8 héraðsdómstóla landsins. Hann er með aðsetur við Lækjartorg í Reykjavík. Meðal verkefna dómstólsins er að leysa úr öllum þeim sakamálum og einkamálum sem til hans er beint. Úrlausnum hans verður skotið til áfrýjunardómstigs. Hjá dómstólnum starfa 52 starfsmenn, sem eru héraðsdómarar, löglærðir aðstoðarmenn, dómritarar og annað starfsfólk.

 

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: