Akureyri - Verkefnastjóri viðhalds gatna

Umhverfis og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf verkefnastjóra viðhalds gatna.

 

Starfssvið

 • Umsjón með framkvæmdum á sviði viðhalds og endurbóta.
 • Gerð viðhaldsáætlana.
 • Undirbúningur framkvæmda.
 • Hönnun og útfærsla mannvirkja í gatnagerð, stígagerð og gatnalýsingum.
 • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
 • Samskipti og þjónusta við verktaka og verkkaupa.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í verk-, tækni- eða byggingarfræði, eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking og/ eða reynsla af framkvæmdum kostur.
 • Reynsla af stjórnun verkefna kostur.
 • Góð þekking á teikniforritum kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
 • Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði.
 • Hæfni til ákvarðanatöku og sjálfstæðra vinnubragða.
 • Jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 23. apríl n.k.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannaesdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

 

Akureyri er stærsti bær landsins utan höfuðborgarsvæðisins og eru íbúar um 18.500. Akureyri er mikill menningar- og skólabær. Bærinn er miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland og iðar af mannlífi allan ársins hring. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar við botn Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey hluti sveitarfélagsins. Bæjarstjórn leggur áherslu á að veita íbúum bæjarfélagsins góða þjónustu á öllum sviðum og hlúa þannig að samfélagi sem er gott til búsetu.

 

 

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: