Flying Tiger - Verslunarstjóri

Flying Tiger óskar eftir að ráða metnaðarfullan verslunarstjóra til starfa í Reykjavík.

 

Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri verslunarinnar, þjónustu við viðskiptavini, útstillingu og uppröðun á vörum ásamt fleiru. Verslunarstjóri hefur mannaforráð yfir starfsmönnum verslunarinnar sem telja í kringum 15 manns og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Íslandi. Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði viðskiptafræða, verslunarstjórnunar og/eða sambærileg reynsla.
  • Reynsla í verslunarstjórnun og stjórnun starfsfólks.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þjónustulund og geta til að vinna undir álagi.
  • Metnaður og söludrifni.
  • Aðlögunarhæfni og lausnamiðuð hugsun.


Umsóknarfrestur er til og með 25. apíl 2019.

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

  • Fylgdu okkur: