Hefur þú hugsað um PCC BakkiSilicon sem vinnustað?

Capacent og PCC eru í samstarfi vegna ráðninga fyrirtækisins á Bakka. Við erum stöðugt á höttunum eftir öflugum og hæfum einstaklingum og hafa þegar nokkrir starfsmenn hafið störf eftir samstarf okkar.

 

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Þar starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Lagt er upp með að vinnustaðurinn einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Stutt er við persónulega þróun starfsfólksins sem og uppbyggingu samfélagsins sem fyrirtækið starfar í.

 

Gildi fyrirtækisins eru traust, áreiðanleiki, virðing og liðsheild.

 

PCC BakkiSilicon getur framleitt 33.000 tonn af kísilmálmi árlega miðað við fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Aukafurðir framleiðslunnar eru jafnframt allt að 14.000 tonn af kísilryki, 3000 tonn af málmleif og gjalli og 800 tonnum af forskiljuryki.

 

Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá PCC endilega sæktu um hér. Frekari upplýsingar um störf hjá PCC veita ráðgjafar.

 

Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is)

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

  • Fylgdu okkur: