Norðlenska - Markaðsstjóri

Norðlenska óskar eftir að ráða árangursdrifinn og metnaðarfullan einstakling í starf markaðsstjóra fyrirtækisins. Markaðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra, á sæti í framkvæmdastjórn og er yfirmaður sölumála fyrirtækisins.

 

Aðsetur viðkomandi getur verið í Reykjavík eða á Akureyri.

 

Helstu verkefni:

 • Yfirumsjón með markaðs- og sölumálum fyrirtækisins.
 • Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og sölustefnu.
 • Gerð markaðs- og söluáætlana.
 • Ábyrgð á markaðs- og auglýsingaefni félagsins.
 • Ábyrgð á vörudreifingu til viðskiptavina.
 • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi.
 • Þátttaka í vöruþróun.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af stýringu sölu- og markaðsmála.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri kostur.
 • Þekking og færni í samningagerð.
 • Haldgóð tölvukunnátta.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
 • Þjónustulund og metnaður í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst n.k.

 

Umsjón með starfinu hefur Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: