Rio Tinto - Launa- og mannauðsfulltrúi

 

Rio Tinto á Íslandi auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum störfum á sviði launa- og mannauðsmála. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að öðlast viðtæka reynslu á ýmsum sviðum mannauðsstjórnunar hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki.

 

Starfssvið:

 • Undirbúningur fyrir launakeyrslu, launavinnsla og eftirvinnsla launakeyrslu.
 • Upplýsingagjöf og þjónustu við starfsmenn og stjórnendur varðandi launa- og réttindamál.
 • Ráðningar og móttaka nýliða.
 • Launagreiningar, tölfræði og skýrslugerð.
 • Önnur verkefni á mannauðssviði.

 

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi t.d. í viðskiptafræði og/eða mannauðsstjórnun.
 • Þekking á kjarasamningum og vinnurétti.
 • Þekking á launavinnslu.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfni.
 • Lausnamiðuð hugsun.
 • Sjálfstæði og frumkvæði.
 • Góð tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdottir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: