Sölu- og þjónusturáðgjafi

 

Traust og þekkt fyrirtæki á sviði tækja og búnaðar óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan sölu- og þjónusturáðgjafa til starfa. Um fjölbreytt og krefjandi starf til framtíðar er að ræða fyrir réttan einstakling. Starfið mun kalla á einhver ferðalög, innanlands og erlendis.

 

Starfssvið:

 • Ráðgefandi sala á tækum og búnaði.
 • Heimsóknir til viðskiptavina sem eru útgerðarfyrirtæki, vélsmiðjur, verkstæði, verktakar, einyrkjar ofl.
 • Samskipti við verktaka og samstarfsfyrirtæki.
 • Sala og þjónusta
 • Bilanagreiningar, stillingar á búnaði og smærri viðgerðir.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur:

 • Menntun í vélfræði, á sviði rafvirkjunar, vélvirkjunar, vélstjórnunar eða bifvélavirkjunar eða víðtæk reynsla af vinnu við áðurnefnt er skilyrði.
 • Þekking á iðnaði sem og þekking og reynsla af vörum fyrirtækisins kostur.
 • Reynsla af sölustörfum og geta til sölu mikill kostur.
 • Reynsla af viðgerðum og viðhaldi tækja er mikill kostur
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og vilji og metnaður til að ná árangri.
 • Samstarfsvilji og þjónustulund.

 

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí n.k.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is).

 

Deila starfi
 

Ármúli 13
108 Reykjavík

Skipa­götu 16
600 Akureyri

540 1000
capacent@capacent.is

Kt. 550910-0630

 • Fylgdu okkur: